Akureyri

nóvember 5, 2007 bibibeib

Skelltum okkur norður til Akureyrar um helgina því að það var vetrarfrí í skólanum og við náttúrulega bara nýttum tækifærið. Þetta var nú meiri leikhúshelgin því að á fimmtudagskv. bauð pabbi mér á forsýningu á leikritinu Ökutímar og var það alger snilld svo ekki sé meira sagt. Það er alveg skiljanlegt að það er uppselt á næstu 20 sýningar og var það fyrst frumsýnt seinasta föstudag. Ég mæli semsagt eindregið með því að fólk skelli sér norður í leikhús.  Svo var nú mikið brallað yfir helgina. heimsóttum fullt af fólki og skemmtum okkur konunglega.

Ég skellti mér í heimsókn til æskuvinkonu minnar og var önnur æskuvinkona með í för 😉 þar fór fram heljarinnar tollskoðun á hinum ýmsu gerðum af bailies, ópal, bjór og fleiru þannig að það má segja að ég hafi verið þokkalega skökk þegar ég fór að sofa 😉 var víst heldur ekki sú hressasta í húsinu morguninn eftir 😉 heheheh svaka gaman hjá okkur, mikið hlegið og spjallað. takk kærlega fyrir góðar stundir stelpur 😉

Við krakkarnir fórum og renndum okkur á russlapokum eins og gert var í gamladaga og svo bjuggum við til snjóapa, með roða í kinnum og kalda fingur klöngruðumst við svo í gegnum snjó og krap heim í orlofsíbúð og fengum okkur heitt kakó og kringlur. ég get svo svarið það að ég held að ég hafi yngst um einhver 20 ár við þetta. Mikið ofsalega var gaman hjá okkur og mikið líður manni vel eftir svona góðar stundir með börnunum þar sem maður er ekki alltaf að jagast og skammast eins og mér finnst ég gera allt of mikið af.

Á sunnud. fórum við svo í leikhús aftur en þá var Rússínan með í för og auðvitað ástin mín eina, pabbi amma, afi og svo einn 9 ára frændi. Við fórum að sjá Óvitana og er það sko líka alveg snilldarleikritt. Brosið var fast á andlitunum á okkur öllum, sko ekki síst eldra fólkinu en því yngra. mæli sko líka með því. Langar eiginlega bara að fara aftur á það svei mér þá 🙂 Stubburinn var í pössun hjá vinkonu minni á meðan og Sveskjan var farin með flugi suður til að keppa á snókermóti þannig að við drifum okkur bara upp í bíl og brenndum heim (suður) aftur.

Þetta var geggjuð helgi og mun lifa lengi í minningunum það er á hreinu. Takk fyrir okkur norðurland.

Auglýsingar

Entry Filed under: Uncategorized

3 Comments Add your own

 • 1. Jokka  |  nóvember 5, 2007 kl. 10:05 e.h.

  Takk fyrir komuna elskan 😀 já verð að drífa mig í leikhús…öhömm…búin að vera á leiðinni í allt haust hahahaha…
  síjúleiter hon

 • 2. Bryndís  |  nóvember 6, 2007 kl. 2:04 e.h.

  Greinilega skemmtileg ferð í alla staði.:)

 • 3. Þórdís  |  nóvember 7, 2007 kl. 3:53 e.h.

  hæhæ Lóa langt síðan ég hef séð þig. Skulda ykkur alltaf Egyptalandsmyndir 🙂 það kemur einn daginn er ekki dugleg að koma svona í verk. vona að þið séuð hress og kát við Ingó erum það allaveg lífið er bara nokkuð ljúf. kv Þórdís


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Trackback this post  |  Subscribe to comments via RSS Feed

Síður

Flokkar

Dagatal

nóvember 2007
M F V F F S S
« Okt    
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

Most Recent Posts

 
%d bloggurum líkar þetta: