svikin!!!

september 26, 2007 bibibeib

Ég get nú ekki orða bundist Þar sem ég er svo hneyksluð og sár fyrir hönd dóttur minnar. Þannig er mál með vexti að fyrir 4 vikum eignaðist hamsturinn hennar unga sem nú 4 vikum síðar eru klárir á ný heimili. Þar sem að við höfum ekkert með 10 hamstra að gera (er svo lítið kjöt á þeim að það tekur sig ekki að gera tilraunir í eldhúsinu) þá var farið á stúfana og haft samband við dýrabúðir hér í bæ. Ákveðið var að fara með ungana til hæstbjóðanda sem sagði í símann að hann myndi greiða 450 kr. fyrir stykkið. Mín snúlla náttúrulega himinlifandi og sá fyrir sér allt minipetsdótið sem hún gæti keypt fyrir aurinn (ekki mikið fyrir að spara sú 😉 ) Jæja arkað var af stað með hauginn í kassa í búðina þar sem hún gekk stolt upp að afgreiðsluborðinu og tilkynnti komu sína. Ég ákvað að láta hana alfarið um þetta enda hefur hún gott af reynslunni og er fullfær um að sjá um sín viðskipti sjálf. Ég fylgdist bara vel með álengdar til að sjá hvort allt færi ekki vel fram. Viti menn, maðurinn sem ég hafði talað við í síma daginn áður birtist og sagðist skyldu taka hamstarana, dóttir mín horfði bara á hann og beið og hann starði á hana á móti og þegar að þögnin var orðin óþolandi vatt ég mér að borðinu og spurði hvort það væru nú ekki alveg örugglega 450 kr stykkið. Þið vitið bara svona kammó í tóninum eins og að gefa honum hinnt um að nú væri komið að því skrefi í viðskiptaferlinu að hann gerði upp við barnið. Haldiði að kallinn fari ekki að þræta við mig. Heldur því fram að hann hafi nóg af hömstrum og geti tekið þá endurgjaldslaust og að hann hafi aldrei gefið annað í skyn og hvað þá að hann hafi gefið mér upp verð því svoleiðis geri hann alls ekki í símann. Ég stóð bara og gapti  framan í kallinn og dóttir mín starði líka á hann í forundran, síðan tók ég kassann með ungunum undir höndina, þakkaði honum pennt fyrir „GÓÐ VIÐSKIPTI“ og fór út. Rússínan fór náttúrulega að gráta og skildi ekki neitt. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að það hlyti bara að hafa orðið einhver miskilningur hjá mér í símanum og reyndi svona að milda aðstæður aðeins en nei, það dugði ekki til. Dóttir mín starði á mig og sagði svo „mamma! hann var bara að svindla á mér af því að ég er krakki!!! afhverju er fólk svona vont?“ ég spyr nú að því sama? skil ekki svona viðskiptahætti og mun hér með fara með öll mín dýraviðskipti annað.

ég ákvað að nefna ekki viðkomandi dýrabúð með nafni þar sem ég veit fyrir víst að þetta var ekki eigandinn sem ég var að hafa samskipti við og óréttlátt er að láta þá líða fyrir ömurlegan starfsmann. Máttur bloggsins er ótrúlega mikill, en ég vildi bara aðeins pústa út og reyna að klára dæmið á þennann hátt, Er bara enn sjóðandi vitlaus yfir þessu öllu saman.

Auglýsingar

Entry Filed under: Uncategorized

4 Comments Add your own

 • 1. barbietec  |  september 26, 2007 kl. 10:07 f.h.

  Auðvitað áttu að segja frá því hvaða fyrirtæki þetta er! Hlutir lagast ekki ef maður þegir bara!

  Starfsmenn eru talsmenn fyrirtækja og allt sem þeir gera hefur áhrif á stafsemina og það eru yfirmennirnir sem ráða þá og þar með bera þeir ábyrgðina.

  Ég er alveg viss um það að ef þú hefðir fengið glimrandi þjónustu þá hefðir þú sagt nafnið á búðinni og ekki hikað við það og hugsað „Nei þetta var ekki yfirmaðurinn sem afgreiddi mig og þá get ég ekki sagt hvað búðin heitir“

  Annars veit ég hvaða búð þetta er og kemur þessi framkoma mér EKKI á óvart.

 • 2. Jokka  |  september 26, 2007 kl. 11:57 f.h.

  Kræst ég hefði heimtað að tala við eigandann, en allt í lagi, komdu bara með nafnið á þessari búð svo maður geti sniðgengið hana, (ekki að marr sé mikið að kaupa dýr í Rvík) en samt, oj bara, þetta er alveg rétt hjá dóttur þinni, hann ætlaði að svindla á henni bara fnusss….komdu með nafnið!

 • 3. Beta beib  |  september 26, 2007 kl. 5:23 e.h.

  Já, já.. bara kammó gæji.. hehe..
  Algerlega sammála fyrri ræðumönnum.. hmmm.. hvaða búlla er þetta ??

 • 4. Bryndís  |  september 26, 2007 kl. 7:10 e.h.

  Nákvæmlega hmmmmm:(


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Trackback this post  |  Subscribe to comments via RSS Feed

Síður

Flokkar

Dagatal

september 2007
M F V F F S S
    Okt »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Most Recent Posts

 
%d bloggurum líkar þetta: