detti mér nú allar dauðar lýs úr…….

september 26, 2007 bibibeib

á dauða mínum átti ég nú kannski von þegar ég haltraði yfir á læknavaktina að drepast í vinstri fæti sem var orðin útlítandi eins og uppblásin blaðra. Ýmsar hugsanir höfðu nú farið í gegnum hugann, alltaf tilbúin til að sjúkdómsgreina sjálfa mig. Þetta gæti verið blóðtappi í kálfa, löppin jú heit og bólgin viðkomu. Rauði bletturinn á ristinni gæti líka verið upphaf húðsýkingar, eða ristills þar sem ég komst í snertingu við hlaupabóluna nýverið. Jú ég gæti nú líka bara hafa rekið mig í eitthvað án þess að hafa tekið eftir því og þetta væri bara svona svakalega djúpt mar. Eins og sjá má var ég nú þokkalega viðbúin öllu því sem læknirinn gæti fundið upp á . en að vera með sinaslíðursbólgu í fæti datt mér nú ekki í hug. Sko bara alltaf læri ég eitthvað nýtt. Mín haltraði aftur heim á leið dauðfegin að vera ekki með blóðtappa, með fullan poka af apotekaranammi (ibufen, furix, felden gel ofl.) Næsta mál á dagskrá er að gleypa eitthvað af þessum töflum og setjast svo á koppinn og pissa eins og fjandinn og sjá svo hvort bólgan minnki ekki. Hef fram yfir helgi með að láta mér batna því ef engin breyting verður á á að tékka á æða og sogæðagkerfinu í fætinum.  Nenni því ekki 😉

Stubburinn var líka lasarus í dag og fór til læknis, komin með eyrnabólgu (greit!!! 😦 ) og þar af leiðandi allt því tilheirandi.  Við doksi vorum sammála um að við yrðum að hætta að hittast svona ( sá sami á vaktinni og tók á móti stubbnum) Þetta væri nú bara að verða grunsamlegt 😉

Auglýsingar

Entry Filed under: Uncategorized

One Comment Add your own

  • 1. Jokka  |  september 27, 2007 kl. 9:08 f.h.

    Hva? wtf?? ég hélt maður hefði nú heyrt allt sko! en sinaslíðursbólgu? vonandi er þetta eitthvað sem hverfur aftur elskan


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Trackback this post  |  Subscribe to comments via RSS Feed

Síður

Flokkar

Dagatal

september 2007
M F V F F S S
    Okt »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Most Recent Posts

 
%d bloggurum líkar þetta: