jæja elskurnar

september 15, 2007 bibibeib

oh ég verð nú bara að monta mig aðeins 😉

þannig er nú mál með veksti að ég hef undanfarnar vikur horft með hryllingi á ört stækkandi ruslahrúguna inni í herbergi dóttur minnar og nú í dag fann ég loks neistann og orkuna til að byrja 😉 Ég hef  alltaf sagt að hver hlutur og hver gjörningur hafi sinn rétta stað og tíma og tími þessa rýmis var semsagt komin 😉

Rykgríman var sett á andlitið, hanskarnir togaðir upp fyrir olnboga, tuskurnar settar í sápuvatn og fítonskrafturinn virkjaður.  4 tímum síðar er allt orðið spikk og span, ég meina við erum að tala um 7 fermetra 😉  😉  😉  😉 Það lá við að það hefði hreinlega borgað sig að flytja, það hefði eflaust tekið svipaðan tíma, ef ekki hreinlega skemur.  Stúlkan er náttúrulega yfir sig hrifin, veit núna hvar dótið er og það var náttúrulega drifið í því að bjóða öllum vinkonunum í heimsókn. Ég þori varla að líta inn til þeirra núna því ég hef lúmskan grun um að herbergið sé svipað viðhorfs eins og áður en ég byrjaði. Náttúrúlega mínus skítur samt.

Hamstrarnir fengu líka nýtt sag og salamöndrurnar fengu nýtt vatn þannig allir eru þvílík happý 😉 og eftir sit ég hálfnötrandi eftir alla þessa áreynslu með gatslitna gúmmíhanska á olnbogunum og svitafýlu dauðans. EEEEEEEnnnnn ég er sátt og það er fyrir mestu, ekki satt.

Næsta mál á dagskrá er svo að koma út öllum hamstraungunum sem fæddust fyrir 3 vikum. Þeir eru reyndar svo svakalega sætir að ég vildi helst halda þeim öllum, en þeim fjölgar svo fljótt að við myndum sennilega rúlla út úr íbúðinni á hamstrafjalli eftir nokkrar vikur þannig að ef einhver vill þá eru hér til sölu nokkrir angúruhamstraungar af þvílíku gæðakyni að hvergi hefur annað eins sést. Svo ég hafi nú eftir orð dóttur minnar sem er annsi hörð í samningaviðræðunum : “ þeir seljast á 400 kr stykkið og ekki krónu minna.“

og þar hafið þið það.

Svona var svo minn dagur. Í kvöld er svo stefnan teki á Astrópíu með eldri son og dóttur en ástin verður eftir heima með stubbinn sem er ennþá lasin.

Love Bíbí 

Auglýsingar

Entry Filed under: Uncategorized

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Trackback this post  |  Subscribe to comments via RSS Feed

Síður

Flokkar

Dagatal

september 2007
M F V F F S S
    Okt »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Most Recent Posts

 
%d bloggurum líkar þetta: