jiminn

Er sko bara ekki að standa mig í blogginu þessa dagana, það er nokkuð ljóst. 😉 Er að reyna að rífa mig upp úr skrif og tölvuþunglyndi, er eiginlega komin með háfgert antípat á skjánum og fer aðeins til að tékka á póstinum mínum. heheh

Annars er allt í þessu ljúfasta hér á bæ. Rússínan var að fá enn einn nýjan kennarann (sá 3 frá því í ágúst) bekkurinn hennar hefur víst ekki verið sá heppnast þetta árið því að þeir eru allir að hrynja niður í einhver langveikindi 😦 Hún er náttúrulega alveg búin að fá nóg af þessu róti og er bara HÆTT!!! að eigin sögn. Er einhver þarna úti með góða Pollýönnu takta sem hann getur miðlað, er alveg orðin uppiskroppa með góð orð og hvatningu á morgnanna þegar ég hendi henni út nánast grátandi í skólann 😦  Ekki auðvelt ástand en það mun leysast veit ég , bara kannski ekki af sjálfu sér.

Það verður bingó hjá bekknum annað kvöld þannig að ég er að fara í bingóvinningabetlleiðangur í hádeginu með hinum bekkjarfulltrúunum 😉 slapp semsagt ekki heldur þetta árið, en minn tími mun koma þar sem ég verð ekki bekkjarfulltrúi, það er ég alveg sannfærð um 😉

Auglýsingar

3 athugasemdir nóvember 19, 2007

Akureyri

Skelltum okkur norður til Akureyrar um helgina því að það var vetrarfrí í skólanum og við náttúrulega bara nýttum tækifærið. Þetta var nú meiri leikhúshelgin því að á fimmtudagskv. bauð pabbi mér á forsýningu á leikritinu Ökutímar og var það alger snilld svo ekki sé meira sagt. Það er alveg skiljanlegt að það er uppselt á næstu 20 sýningar og var það fyrst frumsýnt seinasta föstudag. Ég mæli semsagt eindregið með því að fólk skelli sér norður í leikhús.  Svo var nú mikið brallað yfir helgina. heimsóttum fullt af fólki og skemmtum okkur konunglega.

Ég skellti mér í heimsókn til æskuvinkonu minnar og var önnur æskuvinkona með í för 😉 þar fór fram heljarinnar tollskoðun á hinum ýmsu gerðum af bailies, ópal, bjór og fleiru þannig að það má segja að ég hafi verið þokkalega skökk þegar ég fór að sofa 😉 var víst heldur ekki sú hressasta í húsinu morguninn eftir 😉 heheheh svaka gaman hjá okkur, mikið hlegið og spjallað. takk kærlega fyrir góðar stundir stelpur 😉

Við krakkarnir fórum og renndum okkur á russlapokum eins og gert var í gamladaga og svo bjuggum við til snjóapa, með roða í kinnum og kalda fingur klöngruðumst við svo í gegnum snjó og krap heim í orlofsíbúð og fengum okkur heitt kakó og kringlur. ég get svo svarið það að ég held að ég hafi yngst um einhver 20 ár við þetta. Mikið ofsalega var gaman hjá okkur og mikið líður manni vel eftir svona góðar stundir með börnunum þar sem maður er ekki alltaf að jagast og skammast eins og mér finnst ég gera allt of mikið af.

Á sunnud. fórum við svo í leikhús aftur en þá var Rússínan með í för og auðvitað ástin mín eina, pabbi amma, afi og svo einn 9 ára frændi. Við fórum að sjá Óvitana og er það sko líka alveg snilldarleikritt. Brosið var fast á andlitunum á okkur öllum, sko ekki síst eldra fólkinu en því yngra. mæli sko líka með því. Langar eiginlega bara að fara aftur á það svei mér þá 🙂 Stubburinn var í pössun hjá vinkonu minni á meðan og Sveskjan var farin með flugi suður til að keppa á snókermóti þannig að við drifum okkur bara upp í bíl og brenndum heim (suður) aftur.

Þetta var geggjuð helgi og mun lifa lengi í minningunum það er á hreinu. Takk fyrir okkur norðurland.

3 athugasemdir nóvember 5, 2007

snilld!!!!

var rétt í þessu að fá póst frá Atlantsolíu þar sem mér var bent á að ég get látið læsa dælulyklinum mínum þannig að ég get bara keypt til dæmis bensín, eða diesel. Þetta kemur náttúrulega í veg fyrir að svona blondínur eins og ég dæli vitlausri tegund á bílinn hefur reyndar ekki gerst enn, en verið þokkalega nálægt því nokkrum sinnum. Þetta er náttúrulega þjónusta sem ég ætla að nýta mér til fulls og bendi öðrum ljóskum með sama vadamál og ég að gera hið sama hið snarasta 😉

Er öll að stíga upp úr hori og hita, eflaust ykkar góðu hugsunum að þakka 😉

4 athugasemdir október 23, 2007

lasin

jæja það hlaut að koma að því að ég veiktist líka. núna eru krakkarnir búnir að vera veikir meira eða minna til skiptis eða saman í hátt á 7 viku og nú er ég löggst!!!

Horið lekur og hausinn er að springa, til að bæta gráu ofan á svart þá er skipulagsdagur í skólanum hjá krökkunum þannig að þau eru heima og rífast eins og hundur og köttur. Eini ljósi punkturinn er að Stubburinn fór í leikskólann í morgun þannig að það er frí frá honum til kl 4.  Er í þannig ástandi að mig langar helst til að grafa mig undir þúfu einhverstaðar og vera þar, leggjast í hýði í helli eins og bangsi. búhúhú aumingja ég……………… er farin aftur inn í rúm með eyrnatappa, voandi líður mér betur seinnipartinn.

2 athugasemdir október 22, 2007

komin heim

Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því þá er ég komin heim 😉

Ég var úti í Búdapest og skemmti mér alveg konunglega með vinnufélögum mínum og góðri vinkonu. ég nenni ekki að skrifa um allt sem við gerðum, en eitt af því var „EKKI“ að fara í moll 😉 Við gerðum sko allt annað, eins og að fara í nudd og baðhús og skoðunarferðir og labba um og túristast með myndavélina á lofti já og ekki má gleyma borða góðan mat fyrir hlægilega lítinn aur á svakalega flottum veitingarhúsum og drekka vín og bjór  og palinku og tokaij og og og….

Þið sem viljið vita meira verðið bara að bjalla í mig eða kíkja í heimsókn 😉 svo ætla ég að setja nokkrar myndir inn á eftir ef að þær hafa tekist þ.e.a.s. því að myndavélinn varð batteríslaus á degi 2 og keyptar voru einnota myndavélar og smellt af í gríð og erg. Er semsagt að fara og ná í þær úr framköllun á eftir eins og gert var í gamla daga 😉

1 athugasemd október 19, 2007

pínu búin ;)

jæja nú er ég „bara“ þreytt 😉 stóð í allan gærdag og bakaði og bakaði fyrir afmæli stubbsins sem var haldið í dag. 3ggja ára takk fyrir !!!! Litla barnið mitt bara að verða stórt 😉 Svona líður tíminn hratt, fannst hann bara hafa fæðst í gær og er bara með smá tregatilfinningu 😉

elisElis

Afmælið gekk bara vel og var hann með smá gestastæla náttúrulega í byrjun, annað ekki hægt þegar maður fær allt í einu svona mikla athyggli 😉 Gjafirnar votu sko ekki af verri endanum og gat ég ekki betur séð en að hann hafi verið alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman 😉  Vil bara hér með þakka öllum kærleg fyrir fyrir hans hönd 😉

Elis

Nú eru bara 4 daga í Búdapest og er ég náttúrulega alveg svakalega spennt. Er búin að borga miðana mína fyrir löngu en er ekki komin með þá í hendurnar þannig að ef þeir eruekki komnir í póstkassann minn á morgun þá hringi ég sko, það er alveg á hreinu. Finnst þetta fullseint, en kannski er ég bara svona mikil öryggisfrík 😉

þar til næst, tata

4 athugasemdir október 7, 2007

amma!!

ég er að verða amma á ská 😉 ligga ligga lá, nú má ég segja frá 😉 Litli bróðir minn (sem er töluvert hærri en ég 😦 ) og Barbietec eru að koma með kríli. Ohh ég hlakka svo til.  Að geta fengið lánað spons og skilað því svo aftur verður æði 😉

4 athugasemdir október 3, 2007

lasin!!!!!

það á nú ekki af stubbnum að ganga. Eyrnabólga á þriðjudag og svo er hann núna komin með hlaupabóluna. Er þetta ekki komið nóg?? ég spyr.

Tupperwarekynning hjá mér í kvöld og ég get ekki sagt að ég sé búin að standa sveitt í þrifum. Nenni þessu ekki núna, er bara þreytt 😦 2 tíma svefn eftir nætruvakt er bara ekki nóg og ég hlakka til að fara að sofa í kvöld. Sé fram á viku heima með lasarusinn minn og svo er 3 ára afmæli næstu helgi.

2 athugasemdir september 28, 2007

detti mér nú allar dauðar lýs úr…….

á dauða mínum átti ég nú kannski von þegar ég haltraði yfir á læknavaktina að drepast í vinstri fæti sem var orðin útlítandi eins og uppblásin blaðra. Ýmsar hugsanir höfðu nú farið í gegnum hugann, alltaf tilbúin til að sjúkdómsgreina sjálfa mig. Þetta gæti verið blóðtappi í kálfa, löppin jú heit og bólgin viðkomu. Rauði bletturinn á ristinni gæti líka verið upphaf húðsýkingar, eða ristills þar sem ég komst í snertingu við hlaupabóluna nýverið. Jú ég gæti nú líka bara hafa rekið mig í eitthvað án þess að hafa tekið eftir því og þetta væri bara svona svakalega djúpt mar. Eins og sjá má var ég nú þokkalega viðbúin öllu því sem læknirinn gæti fundið upp á . en að vera með sinaslíðursbólgu í fæti datt mér nú ekki í hug. Sko bara alltaf læri ég eitthvað nýtt. Mín haltraði aftur heim á leið dauðfegin að vera ekki með blóðtappa, með fullan poka af apotekaranammi (ibufen, furix, felden gel ofl.) Næsta mál á dagskrá er að gleypa eitthvað af þessum töflum og setjast svo á koppinn og pissa eins og fjandinn og sjá svo hvort bólgan minnki ekki. Hef fram yfir helgi með að láta mér batna því ef engin breyting verður á á að tékka á æða og sogæðagkerfinu í fætinum.  Nenni því ekki 😉

Stubburinn var líka lasarus í dag og fór til læknis, komin með eyrnabólgu (greit!!! 😦 ) og þar af leiðandi allt því tilheirandi.  Við doksi vorum sammála um að við yrðum að hætta að hittast svona ( sá sami á vaktinni og tók á móti stubbnum) Þetta væri nú bara að verða grunsamlegt 😉

1 athugasemd september 26, 2007

svikin!!!

Ég get nú ekki orða bundist Þar sem ég er svo hneyksluð og sár fyrir hönd dóttur minnar. Þannig er mál með vexti að fyrir 4 vikum eignaðist hamsturinn hennar unga sem nú 4 vikum síðar eru klárir á ný heimili. Þar sem að við höfum ekkert með 10 hamstra að gera (er svo lítið kjöt á þeim að það tekur sig ekki að gera tilraunir í eldhúsinu) þá var farið á stúfana og haft samband við dýrabúðir hér í bæ. Ákveðið var að fara með ungana til hæstbjóðanda sem sagði í símann að hann myndi greiða 450 kr. fyrir stykkið. Mín snúlla náttúrulega himinlifandi og sá fyrir sér allt minipetsdótið sem hún gæti keypt fyrir aurinn (ekki mikið fyrir að spara sú 😉 ) Jæja arkað var af stað með hauginn í kassa í búðina þar sem hún gekk stolt upp að afgreiðsluborðinu og tilkynnti komu sína. Ég ákvað að láta hana alfarið um þetta enda hefur hún gott af reynslunni og er fullfær um að sjá um sín viðskipti sjálf. Ég fylgdist bara vel með álengdar til að sjá hvort allt færi ekki vel fram. Viti menn, maðurinn sem ég hafði talað við í síma daginn áður birtist og sagðist skyldu taka hamstarana, dóttir mín horfði bara á hann og beið og hann starði á hana á móti og þegar að þögnin var orðin óþolandi vatt ég mér að borðinu og spurði hvort það væru nú ekki alveg örugglega 450 kr stykkið. Þið vitið bara svona kammó í tóninum eins og að gefa honum hinnt um að nú væri komið að því skrefi í viðskiptaferlinu að hann gerði upp við barnið. Haldiði að kallinn fari ekki að þræta við mig. Heldur því fram að hann hafi nóg af hömstrum og geti tekið þá endurgjaldslaust og að hann hafi aldrei gefið annað í skyn og hvað þá að hann hafi gefið mér upp verð því svoleiðis geri hann alls ekki í símann. Ég stóð bara og gapti  framan í kallinn og dóttir mín starði líka á hann í forundran, síðan tók ég kassann með ungunum undir höndina, þakkaði honum pennt fyrir „GÓÐ VIÐSKIPTI“ og fór út. Rússínan fór náttúrulega að gráta og skildi ekki neitt. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að það hlyti bara að hafa orðið einhver miskilningur hjá mér í símanum og reyndi svona að milda aðstæður aðeins en nei, það dugði ekki til. Dóttir mín starði á mig og sagði svo „mamma! hann var bara að svindla á mér af því að ég er krakki!!! afhverju er fólk svona vont?“ ég spyr nú að því sama? skil ekki svona viðskiptahætti og mun hér með fara með öll mín dýraviðskipti annað.

ég ákvað að nefna ekki viðkomandi dýrabúð með nafni þar sem ég veit fyrir víst að þetta var ekki eigandinn sem ég var að hafa samskipti við og óréttlátt er að láta þá líða fyrir ömurlegan starfsmann. Máttur bloggsins er ótrúlega mikill, en ég vildi bara aðeins pústa út og reyna að klára dæmið á þennann hátt, Er bara enn sjóðandi vitlaus yfir þessu öllu saman.

4 athugasemdir september 26, 2007

Síður

Flokkar

Tenglar

Tækni

Dagatal

apríl 2018
M F V F F S S
« Nóv    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

Most Recent Posts